beint flug til Færeyja

Tónlistarfélag Akureyrar 75 ára

Tónlistarfélag Akureyrar fagnar í ár 75 ára afmæli sínu og slær því upp afmælisvikur dagana 22.-28.janúar. Margt verður í boði yfir hátíðina en þar má nefna kórahátíð, einleik, einsöng og kammer-, barna-, rokk- og jazzfusiontónleika, alls átta tónleikar.
Hátíðin er styrkt af Akureyrarbæ, Menningarfélagi Akureyrar, Kea og Norðurorku.

Dagskrá vikunnar:
22. janúar kl 20: Kórahátíð, Kvennakór Akureyrar, stjórnandi Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Karlakór Eyjafjarðar, stjórnandi Guðlaugur Viktorsson, Kór aldraðra í fínu formi, sjórnandi Petra Björk Pálsdóttir og Kvennakórinn Emblur, stjórnandi Roar Kvam. Meðleikarar á píanó, Helga Kvam og Valmar Väljaots.
23. janúar kl 12: Einleikur á píanó, Alexander Smári Kristjánsson Edelstein leikur verk eftir Bach, Brahms, Chopin, Mozart, Rachmaninoff og sjálfan sig.
24. janúar kl 12: Brot af því besta úr heimi söngleikjanna, Jónína Björt Gunnarsdóttir söngur og Daníel Þorsteinsson píanó flytja lög eftir m.a. Rodgers & Hammerstein, Stephen Sondheim og Jason Robert Brown.
25. janúar kl 20:  Heitur fimmtudagur í Naustinu í Hofi. Kristján Edelstein gítar, Stefán Ingólfsson bassi og Halldór G. Hauksson trommur flytja lög úr safni sínu auk laga eftir Kristján Edelstein.
26. janúar kl 12: Daniele Basini flytur suður-ameríska gítartónlist eftir Baden Powell, Piazzolla, Luiz Bonfà, Sanchez, Bogdanović og sjálfan sig.
26. janúar kl 20: Rokktónleikar í Nausti í Hofi. Hljómsveitirnar Gringlombian, Röskun og Volta flytja eigin tónlist.
27. janúar kl 14: Blásarakvintettinn NorðAustan 5-6 flytur hið sívinsæla tónlistarævintýri um Pétur og Úlfinn eftir Prokofiev. Flytjendur eru Hildur Þórðardóttir flauta, Gillian Haworth óbó, Berglind Halldórsdóttir klarinett, Dagbjört Ingólfsdóttir fagott og Ella Vala Ármannsdóttir horn. Sögumaður er Ívar Helgason.
28. janúar kl 14: Píanókvartettinn Fífill og Sóleyjar er skipaður Láru Sóleyju Jóhannsdóttur á fiðlu, Herdísi Önnu Jónsdóttur víólu, Ásdísi Arnardóttur selló og Daníel Þorsteinssyni píanó. Á tónleikunum flytja þau Píanókvartett í g moll KV 478 eftir Mozart og Kvartett eftir Alfred Schnittke og Hægan þátt úr Kvartett opus 47 eftir Robert Schumann.

Sambíó

UMMÆLI