Tónlistarskólinn á Akureyri 80 ára

Tónlistarskólinn á Akureyri 80 ára

Tónlistarskólinn á Akureyri fagnar 80 ára afmæli á árinu og nóg verður um að vera í skólanum að því tilefni. Afmælisfögnuður skólans hefst með opnu húsi í Hofi laugardaginn 7. febrúar næstkomandi.

Dagurinn byrjar með opnum smiðjum á milli klukkan 11 og 12. Þá verður einnig hægt að ganga um skólarýmið og skoða skólann. Mögulega hittast fyrir kennarar og annað starfsfólk á göngunum sem eru meira en til í að spjalla og svara þeim spurningum sem vakna.

Formleg setning verður svo á milli klukkan 12 og 13. Þá verður boðið upp á tónlistaratriði, ræður og köku. Frá klukkan 13 til 15 verða síðan stuttir tónleikar í þrem mismunandi rýmum.

Dagskrána má sjá hér:

Opnar smiðjur 11-12

11:00 Stofa 357 og hljóðver 3. Hæð – Electrosmiðja – 1 klst.

11:00 Black box/jarðhæð – Trommuhringur með Rodrigo – Lopes 1 klst

11:00 Bókasafn 3. Hæð – Lita & hlusta – 1 klst

11:00 Dynheimar 2. Hæð – Litlubarnadans – 30 mín

11:30 Lundur 2. Hæð – Fiðlukynning – 30 min

11:30 Hamrar – Söngsalur með söngkennurum – 30 min

Hægt er að ganga um skólann og skoða, starfsfólk á sveimi sem eru mjög viljug að svara spurningum

Setning afmælisárs 12:15 – 13:45

Ræður, tónlistaratriði og auðvitað kaka !

Opnir tónleikar 13-15

13:00 Blásarasveitir í Nausti

13:20 Klassísk söngdeild í Hömrum

13:40 Ritmískar hljómsveitir í Black boxi

14:00 Strengjasveitir í Nausti

14:20 Píanó og gítar í Hömrum

14:40 Rytmísk söngdeild í Black boxi

Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

COMMENTS