NTC netdagar

Top floor borgarinn snýr aftur á Strikið

Mynd: Strikið

Mynd: Strikið

Það voru gleðifréttir fyrir marga þegar veitingahúsið Strikið birti fésbókarfærslu í gær þar sem þau tilkynntu að umtalaði Top floor hamborgarinn skyldi snúa aftur á matseðil. Top floor hamborgarinn var á matseðli á Strikinu í fleiri ár og voru margir leiðir að sjá hann fara af honum.
Nú er hann hinsvegar kominn aftur á hádegisseðil veitingastaðarins en fyrir þá sem ekki þekkja til Top floor borgarans þá er þetta hamborgari með beikoni, rusty kartöflu, lauk, káli, chilli mæjónesi, salati, osti og krullufrönskum til hliðar.

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, yfirþjónn á Strikinu, segir borgarann eiga sér stóran aðdáendahóp og þess vegna hafi hann verið settur aftur á hádegisseðilinn.
,,Þessi hamborgari hefur verið „rétturinn“ á Strikinu í þó nokkuð langan tíma og hefur eignast stóran aðdáendahóp, nú er hann loksins kominn heim aftur og við bjóðum Akureyringa velkomna til okkar á Strikið í þennan klassíska borgara“, segir Jóhanna í samtali við Kaffið.

Það hefur greinilega sýnt sig að kúnnarnir fá að ráða á Akureyri, en margir Akureyringar hafa verið háværir um svekkelsi sitt síðastliðna mánuði vegna týnda Top floor borgarans á Strikinu annarsvegar og kólestrólsprengjunni á Greifanum hinsvegar. Nú hafa þessir réttir báðir verið settir aftur á matseðil og því geta Akureyringar verið sælir með sigurinn. Og vonandi saddir líka.

Sjá einnig: Kólesteról sprengjan snýr aftur á Greifann 

UMMÆLI

Sambíó