Topp 10 – Bestu lögin sem við sendum EKKI í Eurovision

Topp 10 – Bestu lögin sem við sendum EKKI í Eurovision

10. Herbert Guðmunds – Eilíf ást
Skiptir engu máli hvernig lagið er, ef Herbert hefur áhuga á því að fara í keppnina þá sendum við hann.

9. Gréta Mjöll – Eftir eitt lag
Þetta ár vann Pollapönk með lagið Enga fordóma, þetta er krúttlegt og þægilegt lag, hitt er hins vegar pirrandi hávaði.

8. Merzedes club – Ho ho ho we say hey hey hey
Hefðum 100% unnið þessa keppni með Gaz man á sviðinu.

7.Björgvin Halldórsson – Ég lifi í draumi
Björgvin Halldórsson lenti í þriðja sæti með lagið Ég lifi í draumi í fyrstu undankeppni Íslendinga árið 1986 en það ár vann Gleðibankinn keppnina. Ætli Bó hefði ekki unnið lokakeppni?

6. Haffi Haff – Wiggle Wiggle
Hafsteinn Þór Guðjónsson flutti þetta magnaða lag sem hafði allt. Frábær texti, gott lag og flutningur upp á 10.

5. Magnús Kjartasson – Sólarsamba
Ef þú ferð ekki að dilla þér við þetta lag ertu bara leiðinleg manneskja, því miður.

4. Guðrún Árný – Andvaka
Mana þig til að hlusta á þetta og fara í sleik á sama tíma. Það er eitthvað annað…

3. Botnleðja – Euróvísa
Þetta er árið sem Gitta Haukdal fór með lagið Open your heart og stóð sig vel en stuðningsmenn Botnleðju er ennþá brjálaðir.

2. Unnur Eggerts – Ég syng
Þetta ár sendum við Eyþór Inga og litum framhjá þessu magnaða lagi í flutningi Unnar Eggertsdóttur. Unnur er ein af þeim sem hefur allt.

1. Frikki Dór – í síðasta skipti
Ég er ennþá reiður yfir því að við sendum Maríu jarðaberjastelpu til Vínar. Hún var með frábært lag og hefði átt skilið að fara öll önnur ár. En að líta framhjá þessu lagi er eithvað sem rannsóknarnefnd Alþingis ætti að taka til skoðunar.

Sambíó

UMMÆLI