NTC netdagar

Topp 10 – Hlutir sem benda til þess að þú sért miðaldra

Topp 10 – Hlutir sem benda til þess að þú sért miðaldra

Það að eldast er eitthvað sem við þurfum víst öll að takast á við. Sumir taka því fagnandi á meðan aðrir fjarlægja aldur sinn af Facebook og halda ekki uppá afmæli.

Ég tók saman 10 hluti sem benda til þess að þú sért orðin miðaldra, hvort sem þér líkar betur eða verr. Ég má til með að taka það fram að það að vera miðaldra þarf ekki að vera neikvætt, þó síður sé.

10. Þú elskar Útsvar – Hápunktur vikunnar hjá þér eru föstudagskvöld, því þá er Útsvarið á RÚV. Ef þú vilt vera extra miðaldra þá setur þú Orville popp í örbylgjuofninn, sest niður og svarar öllum spurningunum hátt og snjallt.

9. Þú bakkar í stæði – Það er fátt meira miðaldra en að bakka í stæði

8. Þú elskar Ladda – Ef þú hlærð ennþá af því þegar Laddi leikur Elsu Lund og Dengsa þá ertu orðinn gamall. Það er bara staðreynd.

7. Þú varst að byrja að nota GIF – Fyrir þá sem ekki vita þá eru GIF hreyfimyndir sem þú getur sent sem skilaboð á Facebook. Miðaldra fólk var að uppgötva þessa snilld og finnst þetta glettilega sniðugt.

6. Þegar þú sérð þig knúinn til að rífast um pólitík á Facebook– Facebook er í meira mæli að verða vettvangur fyrir skoðanaskipti miðaldra.

5. Vondar Selfies – Árið 2016 fór miðaldra fólk að taka sjálfsmyndir í meira mæli og birta á samfélagsmiðlum. Það sem einkennir þessar myndir er að þær eru oftar en ekki vondar.

4. „Já Sæll“ – Það er ekkert meira miðaldra en að segja „Já Sæll“.

3. PrimaLoft Jakkar – Það er ekkert sem segir meira „Ég er miðaldra og er stoltur af því“ eins og PrimaLoft jakki frá 66 gráður norður, mér er slétt sama þó hann andi vel.

2.Að hlusta á Ísland í bítið – Ef við myndum búa til lið með týpískustu miðaldra mönnum á Íslandi væru þeir félagar, Heimir Karls, Gulli Helga og Þráinn allir í liðinu. Heimir bæri fyrirliðabandið en hann er holdgervingur hins miðaldra manns.

1. Scarpa gönguskór – Hef ekki séð mann yngri en 35 ára í Scarpa Mojito skóm. Fást í fjölmörgum hræðilegum litum.

Sambíó

UMMÆLI