NTC netdagar

Topp 10 – Hlutir sem leiðinlegt fólk segir

Topp 10 – Hlutir sem leiðinlegt fólk segir

Við þekkjum öll leiðinlegt fólk sem við þurfum að umgangast og leiðinlegt fólk á það allt sameiginlegt að segja leiðinlegar sögur. Þessum sögum fylgja oft frasar og ég hef ákveðið að taka saman þá 10 frasa sem mér þykir verstir.

10. Ég er farin/farinn að tefla við páfann.“ – Þetta segir leiðinlegt fólk áður en það fer á klósettið að hafa hægðir.

9. „Vissir þú að þegar þú hnerrar þá færðu 7% fullnægingu?“ – Þetta er kjaftæði sem þykir ægilega sniðugt að segja þegar einhver hefur hnerrað.

8.  „Má hringja í vin?“ Þetta er frasi sem ég heyri allt of oft þegar ég tek þátt í pub quiz eða spila spurningaspil.

7. „Á ég að segja þér hvað ég var að gera á Crossfit æfingu?“ – Nei mér er skít sama hvaða æfingu þú gerðir.

6. „Ég er algjör anti-sportisti.“ – Getur verið að ég sé litaður þar sem ég hef mjög gaman af íþróttum en þessi fyllyrðing virðist fylgja leiðinlegi fólki.

5. „Ertu með lélega partýblöðru eða?“ – Þegar ég er staddur í gleðskap og fer á klósettið þá bregst það ekki að einhver vel sniðugur segir þessa setningu.

4. „Ég var að koma úr mjólkurbúðinni.“ – Leiðinlegt fólk kallar ÁTVR, Mjólkurbúðina, hehe.

3. „Þú ert nú að borða fyrir tvo.“ – Sumu fólki þykir ægilega fyndið að segja þetta við þungaðar konur og flissa létt með.

2. „Maður má nú skoða matseðilinn þó maður borði heima.“ – Þetta segja leiðinlegir miðaldra karlar þegar þeir sjá konu sem þeim langar að njóta ásta með.

1. „Mesta áfengið er í froðunni, þú veist það!“ – Í hverju einasta teiti sem ég hef sótt um ævina hefur einhver snillingur sagt þetta við mig.

UMMÆLI

Sambíó