Prenthaus

Topp 10 – Jólamyndirnar sem allir þurfa í aðventunni

Topp 10 – Jólamyndirnar sem allir þurfa í aðventunni

Einhver hefð sem aldrei bregst í kringum jólin er að horfa á jólamyndir. Hvort sem að það er undir teppi með heitt súkkulaði  eða með einn skítkaldan jólatuborg, þá eru þetta myndirnar sem koma þér í gírinn fyrir hátíðirnar. Líkurnar eru þær að flestir hafi séð eitthvað af myndunum á þessum lista en vonandi þín vegna er kannski ein eða tvær sem þú hefur ekki séð ennþá.

1. Love Actually
Love Actually

Ef svo ólíklega vill til að einhver hafi ekki séð þessa:
Myndin rekur nokkrar sögur í einu, hjá nokkrum karakterum sem allir tvinnast saman á einhvern hátt. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera  í leit að ástinni í kringum jólatímann. Heill hellingur af frægum leikurum í þessari og meðal þeirra er það stórleikarinn Bill Nighy, sem fer með frábært hlutverk gamals rokkara sem setur nýjan jólabúning á lagið ,,Love is all around us“ og á þessa líka fleygu setningu sem við höfum ákveðið að sé með betri línum myndarinnar:
,,Kids, don’t by drugs. Become a rock star and you’ll get them for free.“

2. Bad Santa
Bad Santa

Tveir glæpamenn pósa sem jólasveinninn og hjálparsveinn hans í verslunarmiðstöð til þess eins að ræna hana á aðfangadagskvöld. Það er svo gaman þegar það er tekin frumleg nálgun á jólamyndir.

3. Die Hard

Þarf eitthvað að lýsa þessari? Willis hendir í svakalega „one liner-a“ alla myndina sem koma þér beinustu leið í jólaskapið. Mælst er til þess að fólk horfi á myndina með íslenskum texta af því að það er ekkert skemmtilegra en að sjá ,,yippee ki-yay motherfucker“ þýtt sem ,,jibbí kæ-jeij kúreki“.

4. Miracle On 34th Street (frá 1994)
Miracle

Gamall krúttlegur maður heldur því fram að hann sé jólasveinninn. Lítil stelpa og mamma hennar eru hans eina von að sanna það, þegar allt kemur upp á móti honum. Þetta er jólalegasta mynd í heimi.

5. The Grinch
Grinch
Það er örugglega óþarfi að segja eitthvað um þessa. Ein mesta og besta allra tíma.

6. The Holiday
holiday

Jude Law, Jack Black, Kate Winslet og Cameron Diaz. Tvær konur skiptast á húsum yfir hátíðirnar, eðlilega. Fólk gerir það yfirleitt. Og finnur svo ástina í leiðinni. En það virkar í þessari. Geggjuð jólamynd.

7. Christmas Vacation

Griswold fjölskyldan planar svakalega stór jól þetta árið og að sjálfsögðu fer allt úrskeiðis. Ekta gamanmynd sem þú veist ekki hvort þú eigir að horfa eða horfa undan.

8. Jingle All The Way
Arnold
Arnold Schwarzenegger fer með hlutverk föðurs sem er ekki harður maður með byssu að vinna hjá einhverri leyniþjónustu eða er mennskt vélmenni? Já, það er til þannig mynd.
Arnold eyðir öllum aðfangadegi í að finna gjöf handa syni sínum, leikfangakallinn Turbo-man, sem er uppseldur allsstaðar. Hann átti að vera löngu búinn að græja gjöfina til þess að bregðast ekki syni sínum enn einu sinni, en gerði það ekki. Klassískt.

9. Jack Frost

Faðir sem að stendur aldrei við loforð sín og er sífellt að bregðast syni sínum bregst honum enn einu sinni þegar hann lofar að koma heim um jólin en deyr í bílslysi á leiðinni. Týbískt. Ári seinna kemur hann aftur… sem snjókall. Til þess að reyna að laga sambandið við son sinn.
Mögulega hljómar söguþráðurinn furðulega fyrir þá sem ekki hafa séð hana en það má vel mæla með þessari. Hún virkaði allavega fyrir 10 árum og virkar enn.

10. Home Alone- myndirnar
Home Alone

Þessar þurfa enga kynningu. Gamlar en góðar.

Sambíó

UMMÆLI