Topp 10 – Trend sem ég mun ekki sakna

Topp 10 – Trend sem ég mun ekki sakna

Af og til tekur fólk ástfóstri við alls konar fyrirbæri og æði grípur landann. Mörg þessi trend eru jákvæð og skemmtileg en það eru þau svo sannarlega ekki öll. Ég hef ákveðið að taka saman lista yfir þau trend sem ég mun ekki sakna.

10. Plankinn – Sumarið 2011 þótti ægilega snjallt að liggja eins og planki á sniðugum stöðum og taka mynd af því. Frábært tímabil fyrir sniðugt fólk.

Simmi í Kastljósinu að planka

Simmi í Kastljósinu að planka.

9. Pókemon Go – Mikið æði sem olli því að fólk útum allan heim fór að leita að Pókemonum og trufla venjulegt fólk. Hafði þó þau jákvæðu áhrif að Mountain Dew þambandi tölvufíklar sem höfðu ekki séð sólarljós í mörg ár fóru út úr húsi. 

Þessi meistari batt enda á þetta rugl þegar hann fangaði þá alla.

Þessi meistari batt enda á þetta rugl þegar hann fangaði þá alla.


8. 
Ice bucket áskorunin –
Fólst í því að fólk hellti fötu með köldu vatni á hausinn á sér, voða sniðugt. Einhverjir nýttu þó tækifærið og studdu gott málefni sem er flott.

Justin Bieber tók þátt

Justin Bieber tók þátt.


7. 
Dab – Já þetta er búið og í guðanna bænum hættið þessu.

Þegar skátar eru byrjaðir að dab-a þá er þetta búið

Þegar skátar eru byrjaðir að dab-a þá er þetta búið.


6. Harlem Shake – Fólst í því að þú hristir líkamann fram og aftur eins og þú ættir lífið að leysa. Fyndið fyrst en þegar ég hafði séð 5000 vinnustaði á Íslandi skella í  Harlem Shake fékk ég hreinlega nóg.

Harlem Shake

Harlem Shake.


5. Hoppa í sjóinn – Sumarið 2014 tók fólk upp á því að hoppa í sjóinn, taka það upp á myndband og skora á aðra að vera jafn vitlaus að henda sér í ískaldan sjó. Náði þessu aldrei.

Þessir meistarar létu vaða

Þessir meistarar létu vaða.

4. Víkingaklappið – Við þekkjum öll söguna, var geggjað á EM í sumar en þegar ríkisstjórnin er farin að taka þetta þá er þetta dautt. 

Á þessu augnabliki var Víkingaklappið ónýtt

Á þessu augnabliki varð Víkingaklappið ónýtt.

3. Karlmenn með snúð í hárinu- Hef ekki enn fundið mann sem púllar þetta.

Meira að segja Vladimir Pútin lítur út eins og fífl með snúð

Meira að segja Vladimir Pútin lítur út eins og fífl með snúð.

2. Bjóráskorunin – Fólst í því að þamba bjór í einum sopa og setja myndband af því á Facebook. Versta hugmynd sem ég hef heyrt.

Þessi vann, held ég

    Þessi vann, held ég.
  1. – Að gerast vegan – Þetta trend er ennþá í gangi og þú ert ekki maður með mönnum nema neita þér um dýraafurðir. En að nenna þessu!
    Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamðaur var eitt sinn vegan

    Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður var eitt sinn vegan


 

UMMÆLI

Sambíó