beint flug til Færeyja

Topp 10 – Vanmetnustu hlutir í heimi

Topp 10 – Vanmetnustu hlutir í heimi

Fyrir nokkrum vikum fór ég yfir það sem mér þótti vera ofmetnustu hlutir í heimi eins og gefur að skilja voru ekki allir sammála þeim lista en hann má sjá í heild sinni hér að neðan. Að þessu sinni ætla ég að gera lista yfir 10 vanmetnustu hluti í heimi.

Sjá einnig: Topp 10 – Ofmetnustu hlutir í heimi

10. Sund – Það að fara í sund er mjög vanmetið. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur og fór að reyna að baða mig í hinum ýmsu drullupollum þar að við Íslendingar eigum geggjaðar sundlaugar.

Sundlaug Akureyrar

Sundlaug Akureyrar

9. Osló – Margir halda að Osló sé dýr og leiðinleg borg. Raunin er hins vegar sú að borgin er að mínu mati skemmtilegasta borg Norðurlanda.

Óperuhúsið í Osló

Óperuhúsið í Osló

8. Rommý – Súkkulaði sem gamalt fólk borðar og þykir asnalegt. Þetta súkkulaðistykki hefur aldrei fengið þá virðingu sem það á skilið.

Rommý

Rommý

7. Að vakna snemma – Það er allt betra við að vakna snemma. Dagurinn byrjar klukkan 07:00 og fólk sem kallar sig B-manneskjur er fólk sem er latt og vill ekki díla við það.

Birkir vaknar snemma alla morgna

Birkir vaknar snemma alla morgna

6. Podcast – Mjög vanmetinn miðill, fyrir þá sem ekki vita þá er Podcast einskonar útvarp sem þú sækir í símann þinn. Sækir þætti sem fjalla um þitt áhugasvið. Geggjað.

Podcast er snilld

Podcast er snilld

5. Ristað brauð með banana – Ef ég ætti veitingastað myndi ég bjóða upp á þennan rétt. Mjög mikilvægt að smyrja brauðið ekki seinna en 5 sekúndum eftir að brauðið kemur úr ristavélinni.

Vanmetin afurð

Vanmetin afurð

4. Að fara einn í bíó – Ef þú átt maka er það 50% ódýrara og þú ert ekki truflaður á meðan á myndinni stendur, svokallað win win.

Kim Jong Il fó mikið einn í bíó

Kim Jong Il fór mikið einn í bíó

3. Amma þín og afi – Þetta er vanmetnasta fólkið þarna úti, fólkið sem hefur prófað allt og við metum ekki nægilega mikið.

Amma þín og afi er pottþétt snilld

Amma þín og afi er pottþétt snilld

2. Hljómsveitin Nylon – Stelpurnar í Nylon eru eitt það besta sem hefur komið frá Íslandi. Það að Einari Bárðarsyni hafi ekki tekist að gera þær heimsfrægar er rannsóknarefni.

Æðislegar

Æðislegar

1. Gos úr vél – Mikið betra en það sem búið er að troða í umbúðir og geyma. Þarna færðu vöruna beint úr vélinni. Gríðarlega vanmetið.

Beint frá býli

Beint frá býli

Sambíó

UMMÆLI