Topp 10 – verstu lög Íslandssögunnar

Stefán Hilmarsson á lag á listanum mynd:sedogheyrt

Stefán Hilmarsson á lag á listanum

Topp 10 listinn er reglulegur liður hérna á Kaffinu en að þessu sinni tók ég saman lista yfir verstu  lög Íslandssögunnar. Við komum víða við en sigurvegarinn er líklega hljómsveitin Á móti sól sem á tvö lög á listanum. Gjörið þið svo vel!

1. Sumarsykur – Igore
Þetta er mesti viðbjóður sem gefið hefur verið út á Íslandi, ætla bara að fullyrða það.


2. Keyrðu mig heim – Á móti sól

Þarna sýnir Magni okkar Ásgeirsson okkur hvernig á að búa til vonda tónlist. Texti sérstaklega vondur.

3. Blautt dansgólf – Júlí Heiðar
Lag sem fjallar um um unglinga að stunda kynmök með höndunum á skemmtistað. Ég þarf ekki að útskýra þetta frekar.

4. Snappa það – TV-phonic
Nokkur ungmenni ásamt manni á fertugsaldri smíða þarna eitt versta lag sem ég hef heyrt.

5. Kvaðning – Skálmöld
Eflaust froðufella einhverjir rokkhundar núna en mér er skítsama, þetta lag er viðbjóður.

6. Enga fordóma – Pollapönk
Þeir náðu að eitra fyrir öllum börnum á Íslandi með þessu lagi og troða því í Eurovison. Öll börn á Íslandi elska þetta lag, ég hata það.

7. Fátækur námsmaður
Þarna tókst Ingó veðurguð að búa til lag sem fær mig til að líða illa.

8. Sódóma – Sáin hans Jóns míns
Þetta er mest spilaða vonda lag sögunnar. Sálin er líka ofmetnasta hljómsveit landsins og svar Íslands við ofmetnustu hljómsveit heims, U2.

9. Ljótu hálfvitarnir – Bjór, meiri bjór
Húsvíkingar með annan fulltrúa sinn á listanum. Allt ógeðslegt við þetta.

10. Afmæli – Á móti sól
Magni og félagar eiga tvö lög á listanum, ef einhver dirfist að spila þetta lag í afmælinu mínu verður honum vísað á dyr.

UMMÆLI

Sambíó