Múlaberg

Tryggvi Snær á leið í nýliðaval NBA

Miðherjinn, Tryggvi Snær Hlinason, er á leið í nýliðaval NBA deildarinnar í körfubolta sem fram fer í New York í Bandaríkjunum í næstu viku. Tryggvi leikur í dag með Valencia á Spáni en nú mun það koma í ljós hvort að liðin úr NBA deildinni hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Jonathan Givony frá Draft Express telur það líklegt að Tryggvi verði valinn í annari umferð í nýliðavalinu, en það væri hreinlega magnað afrek.

Ljóst er að það verður spennandi að fylgjast með Tryggva Snæ í náinni framtíð en ef allt gengur að óskum verður hann annar íslendingurinn til þess að leika í NBA deildinni á eftir Pétri Guðmundssyni en Pétur lék með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á 9. áratugnum.

Sambíó

UMMÆLI