NTC netdagar

Tryggvi Snær og Rut Herner bestu leikmenn Þórs

Tryggvi Snær Hlinason besti leikmaður Þórs tímabilið 2016-2017 ásamt Benedikt Guðmundssyni þjálfara
Mynd:thorsport.is


Tryggvi Snær Hlinason og Rut Herner Konráðsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka Þórs í körfubolta leiktíðina 2016-2017 á lokahófi sem haldið var í gærkvöldi í félagsheimili Þórs, Hamri. 


Þau Erna Rún Magnúsdóttir og Sindri Davíðsson voru valin bestu varnarmenn liðanna. Efnilegustu leikmenn meistaraflokka voru valin þau Hrefna Ottósdóttir og Ragnar Helgi Friðriksson.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó