Prenthaus

Tryggvi Snær tróð með tilþrifum – Myndband

Tryggvi Snær tróð með tilþrifum – Myndband

Tryggvi Snær Hlinason kom talsvert við sögu hjá Valencia Basket þegar liðið tapaði fyrir Olympiakos í Meistaradeildinni í körfuknattleik, Euroleague, í gærkvöldi, 64-72.
Tryggvi lék í tæpar níu mínútur, skoraði tvö stig, tók tvö fráköst, varði eitt skot, stal boltanum einu sinni og átti eina stoðsendingu. Hann kom inn á þegar 43 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta og tilkynnti komu sína með látum, tók varnarfrákast og tróð svo með tilþrifum í sókninni sem fylgdi í kjölfarið.

Þessi tilþrif má sjá í myndbandi frá Sport.is hér að neðan.

UMMÆLI

Sambíó