Túnsláttur í desember

Hrafnagil.

Hrafnagil.

Á Hrafnagili í Eyjafirði voru tún slegin í vikunni. Rúv greindi frá þessu í dag en það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum hversu hlýr desembermánuður er búinn að vera í ár. Vegna þess eru tún í Eyjafirði mörg hver ennþá græn og grasið heldur áfram að spretta og því eru margir bændur að slá núna til þess að koma í veg fyrir að sina verði í uppskerunni á næsta ári. Þá eru bændurnir enn að plægja og sá grasfræi.

Myndband af slættinum má sjá inn á vefnum ruv.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó