Tveir bílar lentu saman við Víkurskarð

Víkurskarð. Mynd: vegagerdin.is

Árekstur varð við Víkurskarð um hálf átta leytið í kvöld þegar tveir bílar lentu saman með þeim afleiðingum að þeir fóru báðir utan vegar. Þessu greinir mbl.is frá.

Lögreglan á Akureyri gefur upp að þrír hafi verið í öðrum bílnum og tveir í hinum. Líklega hafa ekki orðið alvarleg meiðsl á fólkinu en lögreglan kom fljótlega á vettvang. Tildrög slyssins eru ekki vituð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó