Tveir í eingangrun vegna gruns um smit sem reyndust neikvæð

Tveir í eingangrun vegna gruns um smit sem reyndust neikvæð

Tveir sjúklingar á sjúkrahúsinu á Akureyri voru settir í einangrun eftir að upp kom grunur um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þeir sýndu einkenni sjúkdómsins en uppfylltu þó ekki almenn skimunarskilyrði. Vísir greinir frá.

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu, segir að í ljósi þess að sjúklingarnir hafi meðal annars sýnt einkenni í öndunarfærum, hafi verið ákveðið að einangra þá. Sýni voru tekin af sjúklingunum og þau send suður til Reykjavíkur eins fljótt og auðið var. Niðurstöður komu til baka nú á ellefta tímanum og reyndust neikvæð. Annar sjúklinganna verður þó í eingangrun yfir nótt vegna þess að erfiðleg gekk að rekja sögu viðkomandi og komast að því hvort hann hafi verið í samskiptum við smitaða einstaklinga. Sigurður, framkvæmdastjóri lækninga, segir það ólíklegt að um kórónusmit sé að ræða.

Þó óvissan hafi verið einhver áður en niðurstöður lágu fyrir hefur lítil sem engin röskun orðin á starfsemi spítalans. Starfsmenn spítalans eru þegar búnir að æfa hvernig á að taka á móti sjúklingum sýktum af COVID-19 og eru því viðbúnir að taka við þeim tilfellum, ef einhver verða.

Alls hafa 90 smit verið staðfest hér á landi, aðeins á höfuðborgarsvæðinu en ekkert á Norðurlandi eða landsbyggðinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó