Tveir nýir veitingastaðir opna á Akureyri

Það virðist nóg um að vera í veitingabransanum á Akureyri um þessar mundir en á næstu vikum koma til með að opna tveir nýjir veitingastaðir á Akureyri. Annar staðurinn verður í miðbænum við Kaupvangsstræti og hinn við Tryggvabraut, þar sem Axelsbakarí hefur verið til húsa síðustu ár.

Salatsjoppan

Tilvonandi Salatsjoppan.

Þau Karen Sigurbjörnsdóttir og Davíð Kristinsson eru að opna hollan skyndibitastað sem ber heitið Salatsjoppan. Davíð á líkamsræktina Heilsuþjálfun sem er á efri hæðum hússins og því er staðsetningin svona tilvalin.
Hugmyndin um salat-skyndibitastað hefur gengið svakalega vel víða um heim og einnig í Reykjavík en þau segja að svona stað vanti algjörlega á Akureyri. Kaffið heyrði í Kareni og fékk að forvitnast aðeins um hvað staðurinn gengur út á.

,,Aðaláherslan er á salat, þar sem viðskiptavinurinn velur rétt af matseðli sem svo er blandaður á staðnum, en svo er líka hægt að velja sjálfur saman hráefnið í salatið. Við ætlum lika að vera með tilbúna djúsa og samlokur og súpur eru á teikniborðinu. Í heildina litið frekar einfalt concept þar sem er lögð áhersla á að fólk geti náð sér í holla máltíð á skömmum tíma sem kostar ekki mikið“ segir Karen.
Þau segja jafnframt að staðurinn verði opinn allan daginn og fram á kvöld en þau eru þó mest að einblína á hádegistraffíkina. Hægt er að fylgjast með gangi mála og tilvonandi opnun á facebook síðu staðarins hér.

Sushi Corner


Sushi er óneitanlega einn vinsælasti skyndibiti á Akureyri. Rub23 hefur gert sig út fyrir sushi og sushi-pizzan þeirra einnig vakið gríðarlega athygli. Það kemur því kannski engum á óvart að þeir séu að opna alveg sérsniðin Sushi stað.
Einar Geirsson, eigandi Rub23, sagði í samtali við Kaffið að þetta væri sushi-train staður þar sem hægt væri að borða á staðnum og taka með sér í take-away. Þeir stefna á að hafa opið bæði í hádeginu og á kvöldin. Staðurinn verður til húsa við Kaupvangsstræti 1, við hliðina á Subway, og kemur til með að opna í byrjun mars. Staðurinn ber heitið Sushi Corner og hægt er að fylgjast með gangi mála og tilvonandi opnun á facebook síðu staðarins hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó