Tvö útköll á sjö mínútum hjá Slökkviliði Akureyrar

Tvö útköll á sjö mínútum hjá Slökkviliði Akureyrar

Í dag var Slökkvilið Akureyrar kallað tvisvar út með sjö mínútna millibili. Í tilkynningu frá Slökkviliðinu segir að sem betur fer hafi vaktin verið vel mönnuð.

Í umfjöllun um málið á mbl.is segir að enginn eldur hafi komið upp og engum hafi orðið meint af. Á öðrum staðnum voru það nágrannar sem hringdu eftir hjálp þegar þeir heyrðu í reykskynjurum í íbúð þar sem enginn var heima.

Á öðrum staðnum þurfti að reykræsta en einungis lofta út á hinum. Varðstjóri slökkviliðsins segir reykskemmdir lítilsháttar ef einhverjar í samtali við mbl.is.

„Á meðan allt þetta gekk á var sjúkraflug í gangi einnig. Farið varlega þarna úti og njótið helgarinnar,“ segir í tilkynningu Slökkviliðsins.

UMMÆLI

Sambíó