Umferðarslys í Öxnadal


Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra kemur fram að veginum um Öxnadal, þjóðvegi 1, hafi verið lokað. Umferðarslys varð þar skammt sunnan við Þverá kl. 16.30 í dag. Ekki er vitað hversu lengi vegurinn verður lokaður og nánari upplýsingar um slysið liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Uppfært 21.33: Lögreglan hefur tilkynnt að búið sé að opna veginn aftur en fólk geti þó búist við einhverjum töfum áfram meðan unnið er að því að fjarlægja bifreiðarnar af slysstað.

UMMÆLI