Færeyjar 2024

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar

Verðlaunahafar. Mynd: esveit.is.

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2017 voru afhent af unhverfisnefnd þann 2. maí sl. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram út í tengslum við umgengni og umhirðu á sínu nánasta umhverfi. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru afhent annað hvert ár. Þetta kemur fram á vef Eyjafjarðarsveitar.

Að þessu sinni hlutu viðurkenningar ábúendur að Villingadal, eigendur Brúnahlíðar 8 og hvatningarverðlaun hlaut Páll Snorrason.

Villingadalur fékk verðlaunin fyrir snyrtilegt umhverfi og fallega ásýnd. Bærinn ber þess merki að vel hefur verið hugsa um allt nærumhverfið. Í Villingadal er vélum og tækjum vel upp raðað, girðingar i lagi, vel málað og ekki sýnilegur kerfill eða njóli. Ábúendur eru Guðrún Jónsdóttir, Árni Sigurlaugsson og Ingibjörg Jónsdóttir.

Brúnahlíð 8 fékk verðlaunin fyrir snyrtilega lóð og fallegan og vel hirtan garð. Eigendur eru Rannveig Guðnadóttir og Snorri Ragnar Kristinsson.

Páll Snorrason Hvammi fékk hvatningarverðlaun fyrir lofsvert starf á sviði skógræktar. Hann hefur gróðursett og hugsað af mikilli natni um skógræktarsvæðin í Hvammi og á Kroppi.

Eyjafjarðarsveit óskar verðlaunahöfum til hamingju og þakkar þeim fyrir sitt framlag til fegrunar umhverfisins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó