Upprennandi stjörnur hrepptu hlutverk í nýja söngleik LAFrá vinstri til hægri: Þorgerður Una, Örn Heiðar, Daníel Freyr og Steingerður. Myndataka: Auðunn Níelsson.

Upprennandi stjörnur hrepptu hlutverk í nýja söngleik LA

Það eru þessir hæfileikaríku krakkar sem hrepptu hlutverk Torfa og Grímu í nýja söngleiknum Gallsteinar afa Gissa sem frumsýndur verður í febrúar. Þau voru valin úr hópi 90 barna sem mættu í leik- og söngprufur í haust fyrir söngleikinn.

Þórgunnur Una Jónsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson skipta á milli sín hlutverkum systkinanna Torfa og Grímu. Systkinin, sem búa á afar annasömu nútímaheimili, heimsækja afa Gissa sem liggur á spítala eftir gallsteinaaðgerð þegar lífið tekur óvænta stefnu.

Gallsteinar afa Gissa er nýr fjölskyldusöngleikur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Karl Ágúst Úlfsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Auk krakkana fara Karl Ágúst Úlfsson, María Pálsdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Birna Pétursdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Benedikt Gröndal með hlutverk.

Krakkarnir ásamt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Karli Ágústi Úlfssyni. Mynd: Auðunn Níelsson.

UMMÆLI