Færeyjar 2024

Uppskeruhátíð grunnskólanema í Hofi næstu daga

Menningarhúsið Hof.

Tónlistarskólinn á Akureyri hefur í vetur staðið fyrir nýju verkefni sem heitir Söngvaflóð og er ætlað að auka söng og tónlist í grunn- og leikskólum bæjarins. Söngvaflóð er verkefni sem fór af stað síðastliðið haust í samstarfi Tónlistarskólans á Akureyri við leik-og grunnskóla Akureyrar.
Markmið verkefnisins er að auka tónlist í skólum og því hefur verið skipulögð söngstund einu sinni í viku í hverjum einasta skóla á Akureyri fyrir nemendur í 1. – 7. bekk. Fjórir tónlistarkennarar sjá um þessa vinnu og ferðast milli skólanna.

Í þessari viku verður uppskeruhátíð fyrir grunnskólanemendur, miðvikudag, fimmtudag og föstudag, 11. til 13. apríl. Þá munu allir nemendur í 1. – 7. bekk koma í Hof og syngja Eurovision lög ásamt hljómsveit og söngkonunni Sölku Sól.  Tvennir tónleikar eru hvern dag; kl 9:30 og 10:40 og er öllum velkomið að mæta og fylgjast með tónleikunum.

Sambíó

UMMÆLI