Urriðinn leggur sér ótrúlegustu hluti til matar – Mynd

Urriðinn leggur sér ótrúlegustu hluti til matar – Mynd

Veiðimanni brá heldur í brún þegar gera átti að urriða sem hann veiddi í Bægisárhyl á svæði 5A í Hörgá. Urriðinn, sem var 50 cm langur, var vel saddur af magainnihaldinu að dæma en þar voru hvorki meira né minna en tvær mýs. Þessu deildi stangveiðifélag Akureyrar á facebook síðu sinni í gær en veiðimaðurinn, Sigmar Bergvin Bjarnason, veiddi músaveiðarann og deildi myndinni með félaginu.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó