Vaðlaheiðargöngin opnuð í dag – Frítt fyrir alla út áriðVaðlaheiðargöngin eru opnuð! Mynd: Facebook/Vaðlaheiðargöng.

Vaðlaheiðargöngin opnuð í dag – Frítt fyrir alla út árið

Vaðlaheiðargöngin voru opnuð kl. 18.00 í dag, föstudaginn 21. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu Vaðlaheiðargöng hf. í dag. Síðustu sólahringa hefur verið unnið hörðum höndum að því að opna göngin fyrir jól og í dag lauk síðustu öryggisprófunum sem þurfti að ljúka til að opnun væri leyfileg. Tekin var sú ákvörðun að hafa göngin opin öllum án endurgjalds út árið 2018. Gjaldtaka í göngin hefst því ekki fyrr en 2. janúar 2019. Formleg opnun ganganna verður hins vegar 12. janúar en nánari upplýsingar um viðburðinn verða kynntar síðar.

,,Það er Vaðlaheiðargöngum hf. afskaplega gleðilegt að geta gefið Norðlendingum og landsmönnum öllum þá jólagjöf að geta nú loksins ekið í gegnum göngin. Jafnframt er öllum þeim sem lögðu hart að sér til að þetta mætti takast núna fyrir jólin færðar innilegar þakkir fyrir þeirra góða starf. Til hamingju öll með Vaðlaheiðargöng og njótið vel! Bestu óskir um gleðiríka jólahátíð!“ segir í tilkynningu frá félaginu í dag.

Allar nánari upplýsingar um gjaldtöku í göngin er að finna á vefnum www.veggjald.is

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó