Valgerður Þorsteinsdóttir með magnaða ábreiðu af vinsælu jólalagi

Valgerður Þorsteinsdóttir

Valgerður Þorsteinsdóttir

Valgerður Þorsteinsdóttir, söngkona setti ansi góða ábreiðu af jólalaginu, Dansaðu vindur á Facebook síðu sína í gærkvöldi. Myndband af þessum magnaða flutningi má sjá hér að neðan.

Valgerður sem um þessar mundir keppir í Voice Ísland virðist vera komin í jólagírinn og ákvað að spreyta sig á þessu vinsæla jólalagi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Valgerður sendir frá sér lag á Facebook því eins og Kaffið.is greindi frá fyrr í haust þá gaf hún út lagið The Wind.

Valgerður er að klára stúdentspróf á listnámsbraut við Verkmenntaskólann á Akureyri og lærir söng í Tónlistarskólanum á Akureyri hjá Þórhildi Örvarsdóttur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó