Valur U – KA sýndur beint

Sigþór Árni skoraði 7 mörk í sigrinum gegn HK í síðustu umferð

Valur U og KA mætast í kvöld í 9.umferð Grill 66 deildar karla og mun KA-TV sýna beint frá leiknum. KA menn hafa verið frábærir það sem af er vetri og eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8.umferðir.

Sigur í kvöld væri gríðarlega mikilvægur fyrir KA menn til að styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar en liðin í 2. og 3. sæti, HK og Akureyri, mætast um helgina. Valur U situr í 6. sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins.

 

 


UMMÆLI

Sambíó