Vandræðaskáld drulla yfir nýja nafn Flugfélags Íslands – myndband

Vandræðaskáldin Sesselía og Vilhjálmur.

Gríndúettinn og Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur Bergmann Bragason létu sig ekki í vanta í grínið um nýja nafn Flugfélags Íslands. Eins og flestum er kunnugt er búið að breyta Flugfélagi Íslands í Air Iceland Connect, og hefur nafnið verið harðlega gagnrýnt af mörgum innan samfélagsins. Þá finnst mörgum íslenskan standa höllum fæti eftir því sem enskan verður stöðugt fyrirferðarmeiri og er það talið mikið áhyggjuefni.

Í myndbandinu fer Sesselía með hlutverk fréttamanns og Vilhjálmur með hlutverk markaðsfulltrúa Air Iceland Connect. Þá gera þau óspart grín að nafninu á bráðfyndinn hátt eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

,,Vandræðaskáld eru með puttann á púlsinum, sem því miður reyndist vera uppi í rassgatinu á markaðsdeild ónefnds fyrirtækis,“ segir í facebook færslu skáldanna sem fylgir myndbandinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó