NTC

Vandræðaskáld fylltu Græna Hattinn

Vandræðaskáldin á veginum.

Vandræðaskáldin Vilhjálmur B. Bragason og Sesselía Ólafsdóttir eru að verða einhverjir vinsælustu skemmtikraftar Akureyrar. Það sást greinilega á Græna Hattinum í gærkvöldi þegar um 140 manns komu til að sjá dúettið fjalla um lífið, ástina og dauðann á sinn einstaka hátt. Vandræðaskáldin voru vopnuð sínum kolsvarta húmor og hárbeittri þjóðfélagsádeilu og fengu alla viðstadda til þess að gráta úr hlátri. Óborganlegar og óviðeigandi sögur einkenndu kvöldið og allir sem viðstaddir voru fögnuðu skáldunum innilega með þreföldu uppklappi.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi Vandræðaskálda sem ber yfirskriftina: „Vandræðaskáld vega fólk“. Það segjast þau einmitt gera með því að halda út á veginn og vega fólk og meta, en vega það þó ekki nema nauðsyn beri til. Nú þegar hafa þau haldið tónleika á Ísafirði, Raufarhöfn, Húsavík, Skagaströnd og nú síðast á Akureyri. Næst verður förinni heitið á Egilsstaði og svo enda þau ferðlagið í Reykjavík, í Tjarnarbíói þann 9. nóvember næstkomandi.

Vandræðaskáldin voru alsæl með móttökurnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó