Veðurklúbburinn á Dalvík spáir mildum nóvember

a-dallas
Veðurklúbburinn á dvalarheimilinu, Dalbæ á Dalvík hafa sent frá sér spá fyrir nóvembermánuð. Gárungarnir þar á bæ telja að nóvember verði mildur, nokkuð vindasamt þó og talsverð úrkoma. Mest verði það rigning en einnig slái í slyddu af og til. Áttir verði breytilegar.

Spáin byggir á tungli sem kviknaði 30. október klukkan 17:38 í suðvestri. Segir í spánni að þetta tungl verði ráðandi fyrir veður í nóvembermánuði.

Spáin var gefin út á fundi klúbbsins þann 1. nóvember en á þessum sama fundi var veður fyrir jól og áramót einnig rædd. Það verður þó ekki gefið upp að svo stöddu. Við á Kaffið.is munum fylgjast grant með næstu spá klúbbsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó