Velferðarráð Akureyrarbæjar úthlutar styrkjum til starfsemi og þjónustu, sem fellur að hlutverkum þess, einu sinni á ári. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til sunnudagsins 23. nóvember. Þetta kemur fram á vef bæjarins.
Velferðarráð stýrir fjölbreyttri velferðarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar. Styrkir eru m.a. veittir til félagasamtaka og einstaklinga sem starfa á sviði félagsþjónustu.
Umsækjendur eru beðnir að kynna sér reglur Akureyrarbæjar um styrkveitingar svo og samþykkt ráðsins um markmið og vinnulag.
Sótt er um styrkinn á þjónustugátt Akureyrarbæjar


COMMENTS