Vestnorden haldið á Akureyri 2018

Mynd: akureyri.is.

Á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem lýkur í dag í Nuuk á Grænlandi var tilkynnt að á næsa ári verði kaupstefnan haldin á Akureyri dagana 2.-4. október.
Vestnorden ferðakaupstefnan, sem er samstarfsverkefni Grænlands, Færeyja og Íslands, er haldin árlega til skiptis í löndunum þremur. Á kaupstefnunni koma saman öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaheildsölum.
Þátttakendur á kaupstefnunni voru um 700 þegar hún var haldin í Reykjavík á síðasta ári en hún er sú mikilvægasta sinnar tegundar sem haldin er á Norður-Atlantshafssvæðinu. Síðast var kaupstefnan haldin á Akureyri árið 2010 og þar áður 2002 og er því orðið löngu tímabært að hún komi aftur í höfuðstað Norðurlands.

UMMÆLI

Sambíó