Gæludýr.is

Viðgerðir vegna skemmda ganga vel

Viðgerðir vegna skemmda ganga vel

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri segir að vel gangi að gera við skemmdir sem urðu í vatnavöxtum í síðustu viku. Starfsmenn hafi náð góðum tökum á ástandinu og umferð ætti að geta gengið áfallalaust fyrir sig á þeim stöðum sem skemmdir urðu. Þetta kemur fram á vef fréttastofu RÚV.

Sjá einnig: Viðgerðir vegna vegaskemmta munu ganga „fljótt og vel“ fyrir sig.

„Þetta var aðallega á tveimur stöðum, annars vegar í Fnjóskadal og þar eru viðgerðir í gangi og við erum búin að tryggja brýrnar tvær sem þar voru í hættu á tímabili. Svo er verið að vinna í því að endurgera vegi sem fóru í sundur sunnan við Illugastaði á um 300 metra kafla og við eigum eftir að verja þá með grjóti sem þarf að sækja upp á Fljótsheiði. Menn eru með svona þokkaleg tök á því og ætli þetta fari ekki langt sú viðgerð í næstu viku,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu RÚV.

Stærra verkefni verður að gera við brúna yfir Þverá og segir Gunnar ómögulegt að segja hversu langan tíma tekur að opna þar aftur.

„Stóra málið hjá okkur er gegnt Akureyri á Eyjafjarðabraut eystri, í Þverá. Þar grófst frá steyptum stokki og við hleyptum umferðinni, eins og komið hefur fram í fréttum, á gamla brú og þar setjum við alla umferð á nema svona allra þyngstu bíla,“ segir Gunnar að lokum.

Lesa má umfjöllunina í heild sinni á vef RÚV með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI