Vigdís Edda skrifar undir tveggja ára samning við Þór/KA

Vigdís Edda skrifar undir tveggja ára samning við Þór/KA

Vigdís Edda Friðriksdóttir skrifaði í vikunni undir tveggja ára samning við Þór/KA. Vigdís er fædd árið 1999 og hefur spilað með Breiðablik síðustu tvö leiktímabil.

Vigdís kemur frá Sauðárkróki og hóf því meistaraflokksferil sinn með Tindastól árið 2015. Fyrir tímabilið 2020 gekk hún til liðs við Breiðablik þar sem hún spilaði í 29 leikjum. Þar að auki spilaði hún í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu síðasta sumar og haust. Á hún að baki 133 meistaraflokksleiki í heildina.

Á heimasíðu Þór/KA er greint frá ánægju þjálfara Þór/KA á þessari viðbót við liðið. Þar segir Perry Mclachlan, annar þjálfari liðsins „Ég er virkilega spenntur að vinna með henni. Við þekkjum gæði hennar og hvað hún getur komið með inn í liðið. Hún mun passa fullkomlega hér hjá Þór/KA.“

Jón Stefán sem einnig er þjálfari tekur undir með Perry: „Ég er gífurlega ánægður með að fá Vigdísi í Þór/KA. Við þekkjumst vel frá því ég þjálfaði hana í Tindastóli og þarna fer stelpa sem getur náð ofboðslega langt og styrkir okkar hóp mikið. Hún mun smellpassa í hópinn okkar bæði sem leikmaður og karakter. Svo ég tali nú ekki um hve vel hún hentar í leikstíl liðsins.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó