Múlaberg

Vinnuskólalaun hækka um 10% í sumar


Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar hækki um 10% í sumar. Þessu greinir Vikudagur frá í dag. Þá munu:
14 ára unglingar fá greitt 551 kr. á tímann.
15 ára unglingar fá greitt 629 kr. á  tímann.
16 ára unglingar fá greitt 826 kr. á tímann.

Á síðustu fjórum árum hefur talsverð hækkun orðið í launum unglinga í Vinnuskólanum á Akureyri. Til samanburðar þá voru launin árið 2014 þannig að 14 ára fengu greitt 405 kr. á tímann, 15 ára 463 kr. á tímann og 16 ára 609 kr. á tímann.

Þá er áætlaður heildarkostnaður bæjarins við þessa 10% hækkun launa í Vinnuskólanum 3,1 milljón króna.
Í fundargerð bæjarins segir að væntingar séu um að það rúmist innan launaáætlunar vinnuskólans vegna áframahaldandi fækkunar þátttakenda í vinnuskólanum í ljósi góðs atvinnuástands og eftirspurnar eftir starfsfólki á svæðinu.

Sambíó

UMMÆLI