Prenthaus

Yfirstrikanir í Norðausturkjördæmi – Steingrímur oftast strikaður út

Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis voru þó nokkrir sem strikuðu yfir ákveðna frambjóðendur í þingkosningunum sl. laugardag. Sá sem fékk flestar yfirstrikanir var Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstri grænna í NA-kjördæmi, þar sem strikað var yfir hann 258 sinnum.

Þrír frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum í NA-kjördæmi fengu útstrikanir. Kristján Þór Júlíusson, oddviti flokksins, fékk 57 útstrikanir, Valgerður Gunnarsdóttir fékk 31, Njáll Trausti Friðbertsson 27 og Arnbjörg Sveinsdóttir 19.

Þórunn Egilsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins var strikuð út 23 sinnum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Miðflokksins, var strikaður út 20 sinnum.
Þórunn Egilsdóttir oddviti Framsóknarflokksins var strikuð út 23 sinnum og Líneik Anna Sævarsdóttir, annað sæti á lista Framsóknar, var strikuð út 19 sinnum. Þá var Hjálmar Bogi Hafliðason, fjórði maður á lista flokksins, var strikaður út tólf sinnum út.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Miðflokksins, var strikaður út 20 sinnum og Þorgrímur Sigmundsson, þriðji á lista flokksins, var strikaður 12 sinnum út.

Logi Már Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar, var strikaður tíu sinnum út.

Sambíó

UMMÆLI