Prenthaus

Ýmir framlengir við KA

Ýmir Már Geirsson ásamt Túfa

Kantmaðurinn ungi Ýmir Már Geirsson framlengdi í dag samning sinn við KA. Samningurinn gildir til 3 ára og er Ýmir því bundinn KA út keppnistímabilið 2020.

Ýmir, sem er fæddur árið 1997, braut sér fyrst leið inn í lið KA sumarið 2015 en hefur síðan þá verið mikið frá vegna meiðsla. Síðasta sumar var hann lánaður til Magna og var lykilmaður í liðinu sem tryggði sér sæti í Inkasso-deildinni á næsta ári.

Í yfirlýsingu frá KA segir að félagið sé mjög ánægt með framlengingu samningsins og bindi miklar vonir við Ými í framtíðinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó