Nemendafélög í MA frumsýndu ný lög á Árshátíð skólans

StemMA

StemMA

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri var haldin hátíðleg í gær. Árshátíðin er ein stærsta vímulausa hátíð landsins sem haldin er árlega. Hefð er fyrir því að nemendafélög innan skólans haldi uppi skemmtiatriðum við borðhald. Þá sýnir leikfélag skólans LMA stutta leiksýningu og dansfélagið PríMA einnig. Undanfarin ár hefur myndast hefð fyrir því að myndbandafélög skólans SviMA og StemMA sýni árshátíðarmyndbönd sem enda ævinlega á glæsilegum lögum. Á því var engin undantekning í gær.

Sjá einnig: Kvikmyndaþema á árshátíð MA


Strákarnir í SviMA fengu rapparann Kilo til liðs við sig í þessu skemmtilega lagi þar sem þeir kenna skiptinema á lífið í MA. Dion Helgi einn af meðlimum SviMA segir að þeir hafi heyrt í honum á Facebook og tveimur vikum síðar voru þeir mættir í stúdíó hjá Reddlights að taka upp lagið.


Stelpumyndbandafélagið StemMA gerðu einnig lag og það má sjá í stórglæsilegu árshátíðarmyndbandi þeirra hér að neðan.


Það voru samt strákarnir í DenchMA sem stálu senunni með laginu sínu DENCH er lífsstíll.


Sjá einnig: Skemmtilegustu myndböndin frá félagakynningu MA

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó