Prenthaus

Óvíst hvort Akureyri Handboltafélag tefli fram liði næsta vetur

Akureyri Handboltafélag að líða undir lok?

Óvissa ríkir um hvort Akureyri Handboltafélag muni senda lið til leiks í Íslandsmótinu í handknattleik næsta vetur samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands til aðildarfélaga sinna í dag.

Skráningarfrestur til að skrá lið til leiks átti að renna út á morgun, 9.maí, en nú hefur fresturinn verið framlengdur til 15.maí næstkomandi. Skýring HSÍ á þessari frestun er sú að óvissa ríki um samstarf KA og Þórs.

Handknattleiksdeild KA skipaði nýja stjórn á auka-aðalfundi handknattleiksdeildarinnar í gærkvöldi og eftir því sem Kaffið kemst næst ríkir einhugur innan þeirrar stjórnar um að slíta samstarfi við Þór.

Sjá einnig

Brestir í samstarfi KA og Þórs varðandi Akureyri Handboltafélag

Akureyri átt handboltalið í efstu deild síðustu 33 ár

,,Erum með heimsklassa yngri flokka þjálfara á Akureyri“

,,Engar forsendur fyrir KA og Þór í meistaraflokki“

 

UMMÆLI