Stefnt að þéttingu byggðar við félagssvæði Þórs og KA

Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 var kynnt á sérstökum skipulagsfundi í Hofi í fyrradag, þriðjudaginn 28. mars. 
Farið var yfir hina ýmsu þætti sem skipulagið kemur inn á og fólk beðið að hafa í huga að skipulagið er á frumstigi. Skipulagið er sett fram 12 ár í senn, þó er það verk nýrrar bæjarstjórnar hverju sinni að endurskoða aðalskipulag og gera á því breytingar í síðasta lagi ári eftir kosningar, sem þýðir að það er hægt að fá skipulaginu breytt.

Þórsvöllur. Mynd: mapio.net

Kaffið greindi frá því í gær að á Akureyrarvelli standi til að reisa 100-150 íbúðir og 260 nýjar íbúðir á Kotárborgum.
Sagt var frá því á fundinum að nú þegar hafi verið rætt við íþróttafélögin Þór og KA um þéttingu byggðar í kringum starfsemi félaganna. Eru þær viðræður á byrjunarstigi. Samkvæmt skipulagi stendur til að reisa 125 nýjar íbúðir á Melgerðisásnum og í kringum Þórsvöll. Einnig stendur til að reisa um 25 nýjar íbúðir við KA-svæðið og æfingavöllinn.

Á skipulagsfundinum bárust ýmsar athugasemdir úr sal um það að ekki ætti að þrengja að svæði íþróttafélaganna. Ef litið væri til 100 ára mætti gera ráð fyrir að starfsemi þessara félaga komi til með að stækka og því nauðsynlegt að þau hafi eitthvað svigrúm.

Hægt er að kynna sér skipulagið nánar hér.

Þeir sem hafa eitthvað út á umrætt svæði að setja eða skipulagningu þess eru hvattir til að hafa samband við skipulagsnefnd með skriflegum og vel rökstuddum athugasemdum. Hægt er að senda athugasemdir á skipulagssvid@akureyri.is.

Sjá einnig

Burt með Kotárborgir? 260 nýjar íbúðir í staðinn

Tveimur leikskólum lokað á Akureyri?

100-150 nýjar íbúðir á Akureyrarvelli

Sambíó

UMMÆLI