Burt með Kotárborgir? 260 nýjar íbúðir í staðinn

Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 var kynnt á sérstökum skipulagsfundi í Hofi í gær, þriðjudaginn 28. mars. Farið var yfir hina ýmsu þætti sem skipulagið kemur inn á og fólk beðið að hafa í huga að skipulagið er á frumstigi. Skipulagið er sett fram 12 ár í senn, þó er það verk nýrrar bæjarstjórnar hverju sinni að endurskoða aðalskipulag og gera á því breytingar í síðasta lagi ári eftir kosningar, sem þýðir að það er hægt að fá skipulaginu breytt.

Eins og Kaffið greindi frá fyrr í dag, virðist einblínt sérstaklega á þéttingu byggðar í skipulaginu. Stefnt er að því að byggja 260 íbúðir við Kotárborgir, klappirnar milli Háskólans á Akureyri og leikskólans Pálmholts.

Reiði ríkir meðal íbúa á svæðinu um tillöguna en það kom í ljós á fundinum og hefur einnig verið nokkuð áberandi í ýmsum hópum á Facebook. Fólk segir þetta vera mikið notað útivistarsvæði og að þarna sé mikið fuglalíf. Einnig hefur verið bent á þarna séu klappir sem mynduðust á Ísöld, þ.e. gegnheilt berg sem þyrfti að sprengja, en ber að varðveita frekar.

Hægt er að kynna sér skipulagið nánar hér.

Þeir sem hafa eitthvað út á umrætt svæði að setja eða skipulagningu þess eru hvattir til að hafa samband við skipulagsnefnd með skriflegum og vel rökstuddum athugasemdum. Hægt er að senda athugasemdir á skipulagssvid@akureyri.is.

Svæðið sem um ræðir er á milli Kotárgerðis og Háskóla Akureyrar

Horft frá Kotárborgum að Súlum

Sjá einnig:

100-150 nýjar íbúðir á Akureyrarvelli

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó