10 bestu – Gestur Einar Jónasson

10 bestu – Gestur Einar Jónasson

Nýjasti gestur Ásgeirs Ólafssonar í hlaðvarpinu 10 bestu er Gestur Einar Jónasson. Þú getur hlustað á spjall þeirra í spilaranum hér að neðan.

„Gestur Einar er leikandi léttur alltaf. Hann hefur leikið á sviði og í kvikmyndum og hann elskar tónlist. Hann er kominn á eftirlaun og dundar sér við ýmislegt eins og að smíða pínulítil hús svo eitthvað sé nefnt. Það er býsna fróðlegt að skauta veginn sem hann hefur farið með honum. Hann er meistari í frásögn og stórskemmtilegur. Allt fengum við að vita um aðkomu hans að tveimur íkonískustu kvikmyndum sem framleiddar hafa verið á Íslandi. Hann hefur leikið í þeim báðum. Lítið hlutverk í annarri og Gogga sem allir þekkja úr Stellu í orlofi í hinni,“ segir Ásgeir.

Sambíó

UMMÆLI