Píeta

10 bestu – Hlynur Icefit

10 bestu – Hlynur Icefit

Hlynur M. Jónsson, einnig þekktur sem Hlynur Icefit, er gestur Ásgeirs Ólafs í fyrsta þætti í sjöttu seríu hlaðvarpsins 10 bestu. Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

„Hlynur mætti með sín 10 uppáhalds lög. Hann opnaði sig í einlægu viðtali um fíknina, alkóhólismann, fyrirtækin sín, fjölskylduna og litla dýrmæta demantinn sinn, dótturina sem er honum allt. Virkilega gott viðtal við athafnamann sem ætlar sér stóra hluti í lífinu. Hann er rétt að byrja og leggur ofuráherslu á að allir séu vinir og góðir við hvorn annan. Hlynur er mikill mannvinur og það skín af honum manngæskan,“ segir Ásgeir um þáttinn.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

UMMÆLI