Origo Akureyri

10 bestu – Matthías Rögnvaldsson

10 bestu – Matthías Rögnvaldsson

Matthías Rögnvaldsson er gestur Ásgeirs Ólafs í nýjasta þætti hlaðvarpsins 10 bestu. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

„Matthías er einn af eigendum Stefnu hugbúnaðarhúss og stjórnarformaður. Hann á sér farsælan feril úr bæjarmálum á Akureyri og margir þekkja hann þaðan. Hann er vinamargur og þykir gaman að hlusta á góða tónlist. Listinn hans er blandaður af 60s 70s og 80s tónlist.Hann segir okkur frá æskuárunum þegar hann þurfti að taka 4. bekk aftur og lenti í miklu einelti vegna þess. Hann var ekki mikið fyrir skóla og hefur skoðanir á skólamálum. Hann rekur fyrirtæki með 35 starfsmönnum í dag sem vex um 15% á ári. Hann slær samt ekkert um sig og keyrir um á 12 ára gamalli Hondu CRV. Af því hann þarf ekkert meira.Matthías hefur leiðtogahæfileika sem skín í gegnum lága starfsmannaveltu og samrýndri fjölskyldu. Hann djammaði til 18 ára aldurs, duglega, og svo kynntist hann Erlu sinni og þau eignuðust 5 börn áður en Matti varð þrítugur.Vinnan , fjölskyldan, vinirnir, Spánn og … já vinnan.Takk fyrir gott spjall Matti,“ segir Ásgeir.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó