Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

10 bestu – Skapti Hallgrímsson

10 bestu – Skapti Hallgrímsson

Skapti Hallgrímsson, ritstjóri Akureyri.net er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins 10 bestu með Ásgeiri Ólafssyni Lie. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

„Skapti segir okkur sögurnar frá þvi hann starfaði hjá Mogganum í 36 ár og var sagt upp þar og rakti tímalínuna að þessu nýja verkefni sem hófst þann 13. nóvember árið 2020. www.akureyri.net, miðillinn hans, fagnar tveggja ára afmæli um þessar mundir. Hann hefur verið með æskuástinni sinni sem hann kynntist í Dynheimum þegar hann var 17 og hún 16 alla tíð. Saman eiga þau þrjár stelpur og segist hann vera glaður fjölskyldufaðir sem fær að njóta lífsins alla daga. Hann hefur ekki mætt til vinnu sl 40 árin segir hann, svo gaman er í vinnunni. Þegar ég spyr hann hvort hann sé að vinna hátt í 250 tíma á mánuði segir Skapti það vera nær 300 tímum. Hann fór á Olympíuleika og fleiri heimsmeistara – og evrópumót sem fréttaritari Morgunblaðsins. Með stuttu millibili missti Skapti foreldra sína og segist þakklátur að hafa fengið að vera sonur þeirra. Hann segir fallega frá þvi þegar þeir bræður sátu við dánarbeð pabba þeirra og ákveðið lag spilaðist á sama tíma og hann lést. Við spilum það lag og fáum að heyra söguna. Þú vilt ekki missa af þessu gefandi spjalli við mikinn sómamann. Skapti lofaði svo í lokin að birta þessa frétt á miðli sínum þó það væri hann sem sæti hinum megin við hljóðnemann. Gott fólk við kynnum ekki Skapta á mogganum, heldur Skapta á akureyri.net.,“ segir Ásgeir um þáttinn.

UMMÆLI

Sambíó