10 bestu – Snorri ÁsmundssonMynd: Grapevine

10 bestu – Snorri Ásmundsson

Nýjasti viðmælandi Ásgeirs Ólafssonar í hlaðvarpsþáttunum 10 bestu er myndlistamaðurinn Snorri Ásmundsson. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

„Snorri Ásmunds kíkti til mín í kaffi. Hann segir frá listinni, æskuárunum og skólaárunum. Hann er með einstaka sýn á lífið, hvernig hann sér það, og það skín í gegn þegar hann talar um það brosandi. Ég hef aldrei fyrr talað við Snorra en það var eins og við hefðum hist hundrað sinnum.Hann hætti að drekka áfengi fyrir löngu síðan og hann fór yfir það af æðruleysi. Af hverju gerir Snorri þessa hluti sem enginn annar gerir? Þykir honum gaman að stugga við fólki og því sem talið er „eðlilegt“? Hvað þykir honum um samfélagið sem hann býr við í heild sinni? Hvað er honum eðlislegt? Er hann hamingjusamur? Verður hann einmana? Hann segist vera sígauni sem þyki gaman að dansa. Hann er á leið erlendis og veit svo ekki söguna meir. Hann vill ekki vita nema það að hann sé að fara erlendis á meðal dýranna í skóginum. Frjáls og úr fjötrum, stundum líka úr fötum.Virkilega athyglisverð innsýn í þennan merka listamann. Hann þorir að tala frá hjartanu.Takk Snorri,“ segir Ásgeir.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

UMMÆLI

Sambíó