Gæludýr.is

10 ráðgátuþættir til að horfa á

10 ráðgátuþættir til að horfa á

Á síðasta ári slógu Netflix seríurnar Stanger Things og The OA í gegn hér á landi. Á dögunum var tilkynnt um að ný sería af Stranger Things kæmi út á þessu ári. Breska poppkúltúr tímaritið NME tók saman lista yfir þætti sem sniðugt væri að horfa á til að stytta biðina.

1.The Leftovers

Söguþráður: Lítið samfélag í Bandaríkjunum tekst á við afleiðingarnar nokkrum árum eftir að tvö prósent mannkynsins hverfur.

Afhverju ættir þú að horfa: Þessi óleysta ráðgáta er frábær fyrir þá sem elska spennu. Þættirnir eru gefnir út af HBO sem er yfirleitt merki um gæði.

Staða: Þriðja og síðasta serían hófst núna í apríl.

2.Lost

Söguþráður: Hópur af fólki sem lifir af flugslys rannsakar eyjuna sem þau eru föst á í kjölfar slyssins.

Afhverju ættir þú að horfa: Umtalaðasti þáttur síðasta áratugar.

Staða: Gefnar voru út sex seríur á árunum 2004-2010.

3.Sense 8

Söguþráður: Átta yfirnáttúrulega tengdir einstaklingar deila hugsunum og hæfileikum en verða fyrir dularfullum ofsóknum og ógnum.

Afhverju ættir þú að horfa: Þættirnir eru framleiddir af Wachowski systkinunum sem gerðu einnig m.a. The Matrix og Cloud Atlas. Söguþráðurinn er fallegur og spennandi. Ekki skemmir fyrir að ein af aðalsöguhetjunum er íslensk og þætttirnir gerast að hluta til á Íslandi.

Staða: Önnur sería er væntanleg í maí.

4. Search Party

Söguþráður: Aðalsöguhetjan, Dory, reynir að finna vinkonu sína eftir dularfullt hvarf hennar.

Afhverju ættir þú að horfa: Þættirnir eru í senn fyndnir, spennandi og dularfullir.

Staða: Fóru í loftið í nóvember á síðasta ári. Nýlega var tilkynnt um að önnur sería yrði framleidd.

5. Orphan Black

Söguþráður: Atvinnusvindlari kemst að því að hún er hluti af hóp klóna sem eru allir í lífshættu.

Afhverju ættir þú að horfa: Þættirnir taka skemmtilega á siðfræði mannlegrar klónunnar. Einnig er frammistaða aðalleikkonunnar, Tatiönu Maslany, stórkostleg en hún vann Emmy verðlaun á síðasta ári.

Staða: Fimmta og síðasta serían hófst í apríl

 

6. The X Files

Söguþráður: FBI fulltrúarnir Mulder og Scully rannsaka yfirnáttúruleg mál.

Afhverju ættir þú að horfa: Þemalagið eitt og sér ætti að vera nóg. Sambandið milli aðalpersónanna er einnig eitt það besta í sjónvarpssögunni og söguþræðir þáttanna magnaðir.

Staða: Eftir 14 ára pásu kom ný sería út á síðasta ári.

https://www.youtube.com/watch?v=rsBX-8vWgCc

7. Fargo

Söguþráður: Þættirnir eru settir upp svipað og samnefnd kvikmynd Coen bræðra. Blandar saman skipulagðri glæpastarfsemi, dularfullri heimspeki og stórskemmtilegum bandarískum hreim.

Afhverju ættir þú að horfa: Gott fólk að gera slæma hluti. Spennandi þættir með vott af yfirnáttúrulegum fyrirbærum.

Staða: Þriðja sería er væntanleg á þessu ári.

8. Les Revenants

Söguþráður: Í einangruðum frönskum bæ byrjar dautt fólk að snúa aftur.

Afhverju ættir þú að horfa: Þessi dimmi heimur sem þættirnir ná að skapa er svo grípandi að aðrir uppvaknings þættir líta út eins og lélegar grínmyndir eftir áhorf.

Staða: Hófu göngu sína árið 2012. Aðeins 2 seríur komu út.

9. Awake

Söguþráður: Í einum raunveruleika lifði kona Michael Britten af bílslys, í öðrum lifði sonur hans af. Hvor raunveruleikinn er sá rétti?

Afhverju ættir þú að horfa?: Ásamt því að vera frábær spennutryllir eu þættirnir einnig skemmtilegt löggudrama og frammistaða leikaranna er frábær.

Staða: Það kom aðeins út ein sería árið 2012

10. Mr. Robot

Sögþráður: Elliot Alderson er sérfræðingur í tölvuöryggi hjá stóru fyrirtæki en lifir tvöföldu lífi sem hakkari og vinnur að því að rústa stórfyrirtæki sem hann kallar Evil Corp.

Afhverju ættir þú að horfa?: Þú veist aldrei hvað er satt og rétt í þessum æsispennandi þáttum.

Staða: Þriðja sería er væntanleg í sumar

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó