100 miljónir króna í frístundastyrki barna og ungmenna árið 2022

100 miljónir króna í frístundastyrki barna og ungmenna árið 2022

Alls voru greiddir út frístundastyrkir til yfir 2600 barna og ungmenna á Akureyri árið 2022. Alls voru greiddar út 100 milljónir króna í frístundastyrki til þessa barna og ungmenna og voru samstarfsaðilar alls 34 talsins. Þetta kemur fram í Vikublaðinu.

Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ segir í Vikublaðinu að 2623 börn og ungmenni hafi nýtt sér styrkinn að einhverju leyti. Nýting frístundastyrkja var því 82 prósent á síðasta ári.

Ellert segir að ekki sé hægt að segja með afgerandi hætti að einn hópur noti styrkinn umfram annan.

Árið 2021 nutu 2602 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar eða um 79 prósent þeirra sem áttu rétt á styrknum. Þá var tæplega 98 milljónum króna varið í frístundastyrki.

Markmið með frístundastyrk Akureyrarbæjar er að styrkja börn og unglinga til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Einnig að ýta undir aukna hreyfingu, virkni og félagsþátttöku sem og að vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.

UMMÆLI