Dagur Öldrunarþjónustu á Íslandi

Dagur Öldrunarþjónustu á Íslandi

Dagur öldrunarþjónustu á Íslandi  var haldinn á vegum rannsóknarstofu í öldrunarfræðum á Landsspítalanum og fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga föstudaginn 31. mars sl.. Ráðstefnan var haldin á Hólel Natura í Reykjavík með þéttskipaðri dagskrá.

Flutt voru fjögur erindi frá Öldrunarheimili Akureyrarbæjar. Birna S. Björnsdóttir fjallaði um notkun mælitækisins RAI-HC í tímabundnum dvölum, Björg J. Gunnarsdóttir og Friðný B. Sigurðardóttir fjölluðu um breytinguna úr dagþjónustu í dagþjálfun, Brynja Vignisdóttir sagði frá Þjónandi leiðsögn á ÖA og Þóra Sigurðardóttir fjallaði um hlýleikakönnun á ÖA og sýndi myndband frá Lögmannshlíð í lokin sem Aníta Magnusdóttir tók saman. Einnig var fundarstjóri úr röðum starfsmanna ÖA hann Ingi Þór Ágústsson. Góður rómur gerður af þeirra erindi. Þá var dreift á fundinum glænýjum bæklingi um Þjónandi leiðsögn.

Mynd af Akureyri.is: Starfsfólk ÖA á ráðstefnunni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó