126 Akureyringar röðuðu inn verðlaunum á Andrésar Andarleikunum

Fulltrúar SKA á Andrésar Andarleikunum 2017

Andrésar Andarleikarnir fóru fram á Akureyri um síðustu helgi en þetta var í 42.skipti sem mótið fer fram í Hlíðarfjalli og voru keppendur 780 talsins. Leikarnir eru stórir í sniðum og eru farnir að teygja sig töluvert lengra yfir veturinn en þá daga sem mótið sjálft stendur yfir.

Andrésarhátíðin hófst á því að börnum í 1.-3. bekk var boðið að koma 3 vikum fyrir Andrés að æfa og taka þátt í leikunum. Þetta skilaði Skíðafélagi Akureyrar nýjum iðkendum og duglegum foreldrum sem aðstoðuðu við mótið.

Á mánudeginum fyrir mót hófust Andrésarbúðir fyrir ungmenni 12-15 ára. Þar var boðið upp á æfingar á skíðum, skyndihjálp og klifurveggjaæfingar en krakkarnir gistu við gott yfirlæti á Hótel KEA. Mótið sjálft hófst svo á miðvikudag og stóð yfir fram á laugardag en Skíðafélag Akureyrar átti 126 keppendur á mótinu og stóðu fjölmargir þeirra uppi sem sigurvegarar.

Andrésartitlar Skíðafélags Akureyrar 2017

Alpagreinar

Friðrik Kjartan Sölvason Stórsvig 6 ára

Natan Dagur Fjalarsson Stórsvig 7 ára og Brettastíll 6-8 ára

Aníta Mist Fjalarsdóttir Stórsvig og Svig 9 ára

Sonja Björg Sigurðardóttir Stórsvig og Svig 10 ára

Silvía Mist Árnadóttir Stórsvig 11 ára

Aron Máni Sverrisson Stórsvig 14 ára

Fríða Kristín Jónsdóttir Svig 15 ára

31 önnur verðlaun féllu í skaut SKA í alpagreinum.

Snjóbretti

Bryndís Huld Jónasdóttir Brettakross 6-8 ára

Júlíetta Iðunn Tómasdóttir Brettastíll 9 ára

Alís Helga Daðadóttir Brettakross 9 ára

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir Brettakross 10 ára

Lilja Rós Steinsdóttir Brettastíll 13 ára

Anna Karen Davíðsdóttir Brettakross 13 ára

Jökull Bergmann Kristjánsson Brettastíll 9 ára

Benedikt Friðbjörnsson Brettastíll og Brettakross 12 ára

Birkir Þór Arason Brettastíll 13 ára

Kolbeinn Þór Finnsson Bettakross 13 ára

Baldur Vilhelmsson Brettastíll og Brettakross 14 ára

Tómas Orri Árnason Brettastíll og Brettakross 15 ára

11 önnur verðlaun féllu í skaut SKA í brettagreinum.

Skíðaganga

Fannar Ingi Sigmarsson 2 km frjáls aðferð 10 ára

Einar Árni Gíslason 2 km skicross 12-13 ára

Egill Bjarni Gíslason 2 km skicross og skiptigöngu 14-15 ára

Fanney Rún Stefánsdóttir 2 km skicross og skiptigöngu 14-15 ára

17 önnur verðlaun féllu í skaut SKA í skíðagöngugreinum.

Í boðgöngu varð sérsveit SKA 9-11 ára í 3. sæti og sérsveit SKA 12-15 ára í 1. Sæti

Þá átti SKA átti einn keppanda í stjörnuflokki, eða keppni fatlaðra, og var það Kristján Logi Vestmann Kárason sem stóð sig með mikilli prýði

UMMÆLI

Sambíó