127 brautskráðir frá Símey

Mynd: Óskar Halldórsson/simey.is

Þann 9. júní síðastliðin voru brautskráðir 127 þátttakendur úr ýmsum námsleiðum hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Brautskráningin var í húsnæði SÍMEY við Þórsstíg á Akureyri.

Námsleiðirnir sem brautskráningarnemarnir 127 luku eru „Menntastoðir“- kvöldnám, leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú, félagsliðabrú, „Help start“-grunnur og framhaldshópur, sölu- markaðs og rekstrarnám, Fab Lab – opin smiðja – hópur 1 og 2, textílsmiðja, opin smiðja – málmsuðusmiðja, alvöru bóhaldsnámskeið – 75 klst. nám sem þjálfar þátttakendur í nútímabókhaldi – unnið í samstarfi við Tölvufræðsluna og „Mannlegi millistjórnandinn“.

Símey er á sínu 18. starfsári en hefur vaxið hratt undanfarin ár. Árið 2016 nýttu sér 3500 manns þjónustu Símey. Í haust verður boðið upp á háskólabrú í Símey.

Sjá einnig:

Háskólabrú í tveggja ára staðnámi á Akureyri næsta haust

 

Sambíó

UMMÆLI